Jólahlaðborð

Kæri viðtakandi

Á aðventunni gleðjumst við saman og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk.
Jólahlaðborðið á Hótel Bifröst verður með dönskum áherslum en auðvitað má finna allar þær kræsingar
sem eru ómissandi yfir jólahátíðina eins og á síðast liðnum árum.


Forréttir.
Fyllt egg - lax – brændende kærlighed - söltuð nautatunga – hreindýrapaté - gæsapaté
Kaldir aðalréttir.
Hangikjöt - Grísahamborgarahryggur
Heitir aðalréttir
Reykt kalkúnabringa - purusteik - dönsk leverpåstej með sveppum og bacon
Eftirréttir
Ris a´la mande - ananasfromage  - ostafat (3 tegundir)

Meðlæti
Heimabakað brauð - rúgbrauð - smjör - capers - dilldressing - piparrótarcreme -  cumberlandsósa - sultaðar rauðrófur -
kartöflur og uppstúfur - grænar baunir - rauðkál - laufabrauð - sykurbrúnaðar kartöflur - rauðvínssósa - sveppasósa -
kartöflusalat - kirsuberjasósa - rauðkálssalat - broccolisalat - ávaxtasalat  - waldorf salat


Jólahlaðborðið á Hótel Bifröst verður á eftirtöldum dagsetningum:

23. nóvember
30. nóvember 
8. desember


Tara og Máni galdra fram ljúfa stemningu yfir borðhaldi og stuð sem lifir fram eftir kvöldi. V
insamlegast athugið að það er ekki a la carte matseðill á jólahlaðborðskvöldum.

Við bjóðum upp á tilboð í gistingu, morgunmat og jólahlaðborð bæði fyrir hópa og einstaklinga.

Bókanlegt í síma 433-3030 eða í netfang:  info@hotelbifrost.is